Óvissa um björgunaraðgerðirnar

Tengifarþegar flykktust að skrifstofu Icelandair í Leifsstöð þegar ferðabannið spurðist …
Tengifarþegar flykktust að skrifstofu Icelandair í Leifsstöð þegar ferðabannið spurðist út. Ljósmynd/Páll Ketilsson

Viðmælendur Morgunblaðsins telja almennt ótímabært að segja til um áhrif boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar til að örva efnahagslífið. Fyrsta tillagan kveður á um að fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verði veitt svigrúm, til dæmis með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum.

Hjá Ríkisskattstjóra fékkst það svar að formlegar útfærslur liggi ekki fyrir, hvort heldur lögbundnar eða með öðrum hætti.

„Ríkisskattstjóri hefur verið í viðræðum við viðkomandi ráðuneyti en endanlegar ákvarðanir hafa ekki verið teknar varðandi útfærslurnar og því er ekki unnt að veita neinar nánari upplýsingar á þessari stundu,“ sagði í svari skattstjóra.

Önnur tillagan er að skoðað verði að fella tímabundið niður tekjuöflun sem er íþyngjandi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu, t.d. gistináttaskatt sem verður afnuminn tímabundið.

Markaðsátak í ferðaþjónustu

Þriðja tillagan er að hleypa markaðsátaki af stokkunum erlendis þegar aðstæður skapast til þess að kynna Ísland sem áfangastað, auk átaks til að hvetja til ferðalaga Íslendinga innanlands. Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), segir það hafa mikla þýðingu að fella niður gistináttaskattinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert