Veðurstofa Íslands hefur virkjað hættustig samkvæmt viðbragðsáætlun stofnunarinnar vegna kórónuveirunnar. Hert verður á aðgerðum sem miða að því að minnka smithættu svo koma megi í veg fyrir röskun á mikilvægri þjónustu Veðurstofunnar.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.
Þar segir, að þetta þýði m.a. að heimsóknir á Veðurstofuna hafa verið takmarkaðar, fundum fækkað, ferðum erlendis frestað, starfsfólki hefur verið skipt upp í hópa og aðgengi að rýmum takmarkað, t.d. hjá náttúruvárvaktinni.
Að auki sé mælst til þess að þeir starfsmenn sem geti vinni heima. Fyrir utan aðgerðir í eigin viðbragðsáætlunum fylgir Veðurstofan tilmælum frá almannavörnum og landlæknisembættinu.
Nánar á vef Veðurstofu Íslands.