Hátt í eitt hundrað úr FSu í sóttkví

Fjölbrautaskóli Suðurlands.
Fjölbrautaskóli Suðurlands. mbl.is//Hari

Alls eru níutíu nemendur og sex starfsmenn Fjölbrautaskólans á Suðurlandi í sóttkví vegna kórónuveirunnar.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjórinn Olga Lísa Garðarsdóttir sendi nemendum og foreldrum.

„Í ljósi þess að 90 nemendur og sex starfsmenn FSu eru nú í sóttkví vil ég ítreka að það er mjög mikilvægt að ef þið verðið vör við einkenni kórónusmits er eina ráðið að hafa strax samband við næstu heilsugæslustöð eða að hringja í símanúmerið 1700 til að fá leiðbeiningar um sýnatöku og næstu skref,“ skrifar Olga Lísa og bendir á vef landlæknis upp á frekari upplýsingar.

„Ég vona innilega að þið öll sleppið við þessi veikindi og óska ykkur alls hins besta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert