Kórónuveiran í brennidepli hjá ríkisstjórninni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra að loknum fundinum í dag. mbl.is/Sigurður Unnar

Ríkisstjórnarfundi lauk í stjórnarráðuneytinu um klukkan tvö í dag en á dagskrá fundarins voru aðallega mál tengd kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID1-19. 

Á fundinum var farið yfir stöðu Íslendinga á ferðalögum erlendis á tímum heimsfaraldurs, en mbl.is greindi frá því í dag að mikið álag væri á borgaraþjónustunni eftir að Bandaríkin, Pólland, Danmörk og fleiri lönd sem Íslendingar ferðast mikið til lokuðu landamærum sínum. 

Þá var farið yfir samantekt af aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 og loks réttarstöðu ferðamanna á grundvelli laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. 

Bjarni Benediktsson ræðir við blaðamann að loknum fundinum.
Bjarni Benediktsson ræðir við blaðamann að loknum fundinum. mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert