Lítið að gera hjá leigubílstjórum vegna ástandsins

Raðirnar hjá leigubílum í Reykjavík og víðar lengjast.
Raðirnar hjá leigubílum í Reykjavík og víðar lengjast. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einstaka leigubílstjórar hafa verið ragir við að taka upp farþega við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að bílstjóri smitaðist af kórónuveirunni.

Annars hefur túrum til Keflavíkur fækkað mjög vegna samdráttar í ferðaþjónustunni og almennt er afar lítið að gera hjá leigubílstjórum vegna hægagangs í þjóðfélaginu.

„Við höldum áfram að þvo okkur vel um hendur og þrífa bílana. Passað er upp á að alltaf sé spritt í bílunum og viðeigandi pappír eða klútar. Margir nota einnota hanska. En taka verður fram að aldrei er hægt að bjóða upp á dauðhreinsaða bíla, veiran er ósýnileg og aldrei hægt að ábyrgjast að hún leynist hvergi,“ segir Daníel Orri Einarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra.

Spurður í Morgunblaðinu í dag um viðbrögð leigubílstjóra við því að einn bílstjóri smitaðist við að flytja farþega frá flugstöðinni viðurkennir Daníel að einhverjir hafi verið ragir við að fara í Leifsstöð til að taka á móti farþegum, en aðrir fari þangað daglega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert