Margfölduð vakt í borgaraþjónustunni

María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins.
María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikið álag er á borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna lokana ýmissa landa sökum kórónuveirunnar. 

Landamærum ríkja hefur verið lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir borgaraþjónustuna hafa gripið til ráðstafana vegna mikillar aukningar fyrirspurna. 

„Það hringja hér allar línur. Við höfum margfaldað vaktina okkar á borgaraþjónustunni til þess að geta annað símtölum og fyrirspurnum,“ segir María. 

Hún bætir við að margir sem staddir séu erlendis óski eftir leiðbeiningum um hvernig best sé að haga heimferðum. Þá segir hún borgaraþjónustuna hafa verið í sambandi við Icelandair 

María segir að flestir hafi haft samband vegna ferðabanns til Danmerkur og Bandaríkjanna auk Póllands og Spánar. 

„Við erum að afla upplýsinga frá stjórnvöldum þessara ríkja um hvaða áhrif þessar aðgerðir hafa á Íslendinga á staðnum og með hvaða hætti þeir geti komist heim. Við miðlum öllum upplýsingum um leið og við fáum þær með virkum hætti,“ segir hún. 

Þá hvetur hún Íslendinga sem staddir eru erlendis til að skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar til að einfalda upplýsingamiðlun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert