Söng af svölunum til stuðnings Ítölum

Gissur syngur á svölunum.
Gissur syngur á svölunum. Skjáskot

Gissur Páll Gissurarson söng kveðju til stuðnings Ítölum af svölunum heima hjá sér í Reykjavík í dag. 

Gissur segir í samtali við mbl.is að ástandið á Ítalíu vegna kórónuveirunnar standi sér nærri, en hann bjó þar um árabil og á marga vini þar í landi. Fyrir utan Kína hafa flest smit kórónuveirunnar, sem veldur öndunarfærasjúkdómnum COVID-19, greinst á Ítalíu. 

Ítal­ir mega aðeins ferðast um göt­ur vegna vinnu, af heil­brigðis­ástæðum eða vegna neyðarúrræða. Slæmt ástand þar í landi vegna kórónuveirunnar hefur þó ekki komið í veg fyrir að heimamenn bresti í söng til að létta andann og hafa birst myndskeið af heimamönnum syngja þjóðsönginn og önnur lög. 

Gissur segist hafa verið innblásinn af söng Ítalanna og vildi senda þeim kveðju með því að gera slíkt hið sama, en hann er einn fremsti óperusöngvari Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka