Forsetahjónin ekki með veiruna

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reed forsetafrú fóru …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reed forsetafrú fóru í skimun á föstudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru ekki með COVID-19-sjúkdóminn. Frá þessu greinir Guðni á facebooksíðu sinni.

„Um leið vorum við minnt á þau sannindi að sú niðurstaða útiloki ekki að við fáum sjúkdóminn síðar. Við þurfum öll að vera á verði núna,“ skrifar hann.

Hann nefnir að þau hjónin hafi með glöðu geði farið í skimun fyrir kórónuveirunni í útibúi Íslenskrar erfðagreiningar í Kópavogi.

Eliza Reed forsetafrú er hún fór í skimun fyrir veirunni.
Eliza Reed forsetafrú er hún fór í skimun fyrir veirunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar við komum þangað eftir hádegi var búið að bæta úr framkvæmd þar þannig að starfslið tók á móti okkur og leiddi okkur sérstaka leið á áfangastað. Gott var að geta vakið athygli á þessu frábæra framtaki sem hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og má vel vera að niðurstöður skimunarinnar nýtist fleirum en okkur sjálfum á þessu landi.“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í skimun.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í skimun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert