Segir hræðilega pabbabrandara

Einar Kárason og Kamilla Einarsdóttir eru bæði rithöfundar. Þau eru …
Einar Kárason og Kamilla Einarsdóttir eru bæði rithöfundar. Þau eru miklir vinir en Kamilla segir pabba sinn afskaplega umhyggjusaman og góðan pabba. Einar er ánægður með dóttur sína, sem hann segir launfyndna. mbl.is/Ásdís

Flest­ir þekkja rit­höf­und­inn Ein­ar Kára­son, sem skrifað hef­ur bæk­ur í ára­tugi við góðan orðstír. Færri þekkja þó mann­eskj­una á bak við rit­höf­und­inn. Morg­un­blaðið leitaði því til dótt­ur hans, Kamillu Ein­ars­dótt­ur, sem fetað hef­ur í fót­spor föður síns. Hún gaf út bók­ina Kópa­vogskróniku, en leik­verk skrifað upp úr bók­inni var frum­sýnt í Þjóðleik­hús­inu 14. mars.

Kom eins og rautt strik

Hún var nítj­án merk­ur þegar hún fædd­ist og alltaf mjög hraust. Hún var mjög bráðþroska, svaka­lega skap­góð og hafði alltaf góða mat­ar­lyst sem krakki. Henni fannst all­ur mat­ur góður, nema hafra­graut­ur, það hef­ur hún frá mér,“ seg­ir Ein­ar Kára­son um dótt­ur sína Kamillu sem skírð er eft­ir móður hans.

Kamilla unir sér vel í fanginu á pabba sínum þegar …
Kamilla unir sér vel í fang­inu á pabba sín­um þegar hún var lít­il stelpa. Ljós­mynd/​Aðsend

Ein­ar og kona hans Hild­ur Bald­urs­dótt­ir eiga fjór­ar dæt­ur, Þór­unni, Kamillu, Hildi Eddu og Júlíu Mar­gréti og er Kamilla önn­ur í röðinni. Hild­ur Edda er fædd aðeins einu og hálfu ári á eft­ir Kamillu og urðu þær að von­um nán­ar.

„Þær voru næst­um eins og tví­bur­ar. Kamilla svaraði alltaf fyr­ir þær báðar. Hún sagði alltaf „við“, og „okk­ur finnst“. Stund­um sagði hún „okk­ur finnst þetta ekki gott,“ en svo kom kannski í ljós þegar sú yngri var tíu ára að henni þótti þetta al­veg gott. Hún var mjög passa­söm og góð við hana og auðvitað stjórnaði öllu. Það gerðist einu sinni að eitt fimm ára hrekkju­svín var að stjaka við þeirri litlu úti á leik­velli á leik­skól­an­um. Þá kom Kamilla eins og rautt strik, en hún var í rauðum anorak, og réðst á dreng­inn þannig að sá á hon­um. Þegar for­eldr­ar hans komu að sækja dreng­inn var hann kom­inn með glóðar­auga. Þau spurðu hvað hefði komið fyr­ir og var bent á þessa litlu rúm­lega tveggja ára ljós­hærðu og blá­eygðu stúlku,“ seg­ir hann kím­inn.

Kæru­laus og sam­visku­söm

Ein­ar seg­ir að Kamilla hafi átt auðvelt með nám en hafi oft látið annað ganga fyr­ir. „Hún tók sér pásu frá MH; það var of mik­il lausung þarna í svona áfanga­kerfi. En svo fór hún aft­ur og kláraði og fór svo í há­skól­ann.“

„Mamma dró hann einu sinni á samkvæmisdansanámskeið og það var …
„Mamma dró hann einu sinni á sam­kvæm­is­dansa­nám­skeið og það var það hræðileg­asta sem nokk­ur hafði séð. Hon­um finnst hann, eft­ir ákveðið magn af bjór, mjög góður söngv­ari. Ég er ekki viss um að aðrir myndu taka und­ir það,“ seg­ir Kamilla um pabba sinn. mbl.is/Á​sdís

Hvernig mann­eskja er hún núna, sem full­orðin?

„Hún er glaðlynd og skemmti­leg. Mér finnst hún ekk­ert hafa breyst, alltaf sama týp­an, orðhepp­in og laun­fynd­in. Hún er svaka­lega snögg til svars, og á það til að segja eitt­hvað óviðeig­andi. Ég hlæ mig stund­um al­veg mátt­laus­an. Ég hef mik­inn húm­or fyr­ir því. Hún er skemmti­leg blanda af kæru­leysi og sam­visku­semi. Hún hef­ur aldrei haft neinn sér­stak­an áhuga á að eign­ast hluti eða græða pen­ing. En hún pass­ar að hlut­irn­ir séu í lagi og borg­ar sína reikn­inga.“

Barþjónn á nekt­arstað

Nú kom Kópa­vogskrónika út fyr­ir einu og hálfu ári. Var hún eitt­hvað að ráðfæra sig við þig?

„Nei. Ég frétti bara að hún væri að semja við út­gáfu­fyr­ir­tæki. En þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi ekk­ert um hvað bók­in væri; vissi bara titil­inn,“ seg­ir Ein­ar og viður­kenn­ir að hann hafi verið for­vit­inn.

„Mér fannst bók­in mjög skemmti­leg. Sama ár gaf litla syst­ir henn­ar Júlía út Drottn­ing­una af Júpíter og ég Storm­fugla.“

Þannig að hún er að feta í þín fót­spor, bjóstu við því?

„Það kom mér ekki á óvart. Það var einn höf­und­ur sem ég átti og las all­an, Char­les Bu­kowski, og Kamilla var líka mjög upp­tek­in af hon­um og spændi hann all­an í sig. Ég sá áhrif þaðan. Hann vann um tíma sem póst­ur og gaf út bók sem hét Post Office. Ég held að það hafi verið ástæðan fyr­ir því að hún var að vinna hjá póst­in­um einn vet­ur þegar hún tók pásu í menn­tó. Svo fór hún að vinna sem dyra­vörður á skemmti­stað og barþjónn á nekt­ar­klúbbi. Ég var alltaf með það á hreinu að þetta væri part­ur af því að búa til bak­grunn fyr­ir höf­und­inn.“

Hermdi allt eft­ir for­eldr­un­um

Hvernig pabbi var hann?

„Ótrú­lega ljúf­ur. Ég auðvitað fattaði það ekk­ert alltaf sem barn og ung­ling­ur en þegar ég elt­ist þá skildi ég hvað ég var hepp­in,“ seg­ir hún.

„Okk­ur fannst hann auðvitað leiðin­leg­ur þegar hann var að segja okk­ur að taka til og svona, eða vildi ekki kaupa Cocoa Puffs dag­lega,“ seg­ir hún og hlær.

„Mamma og pabbi drógu okk­ur með í ferðalög út um allt, en þau voru korn­ung þegar við vor­um orðnar þrjár. Svo spilaði pabbi fyr­ir okk­ur tónlist. Þegar ég var ung­ling­ur fannst mér for­eldr­ar mín­ir hallæris­leg­asta fólk í heimi,“ seg­ir Kamilla og nefn­ir að móðir henn­ar, Hild­ur Bald­urs­dótt­ir, vinni á bóka­safni og faðir henn­ar sé rit­höf­und­ur, eins og alþjóð veit.

„Þess vegna finnst þeim svo fyndið núna að ég skuli búa í næsta húsi við þau í Hlíðunum og ég eigi fullt af dætr­um og kött og vinni á bóka­safni og skrifi bæk­ur. Það er bara eins og ég hafi hermt allt eft­ir þeim!“ seg­ir Kamilla og hlær.

Hann er kattaóður

Kamilla seg­ir pabba sín­um vera mjög annt um bæði börn og dýr. „Hon­um finnst börn og lít­il dýr það skemmti­leg­asta í heimi. Ef hann fengi að velja myndi hann aldrei um­gang­ast annað. Við höf­um alltaf átt ketti og stund­um páfa­gauka, fiska og annað. En hann er kattaóður. Núna þegar við syst­urn­ar erum orðnar stór­ar eru kett­irn­ir bún­ir að taka við. Hann á núna tvo ketti og hann hef­ur miklu meiri áhyggj­ur af þeim en okk­ur. Ef hann fer til út­landa hring­ir hann þris­var á dag í okk­ur all­ar til að at­huga hvort bun­an sé rétt.“

Blaðamaður hvá­ir. Bun­an?

„Já, sko, kett­irn­ar drekka bara úr baðkar­inu, þannig hann þarf að láta renna rétta bunu fyr­ir þá. Þetta er auðvitað það sem þau hafa vanið kett­ina á og þeir fá þessa þjón­ustu. Hann vakn­ar nokkr­um sinn­um á nótt­inni til að tékka hvort bun­an sé ekki hár­rétt. Hann sit­ur og stend­ur eins og kett­irn­ir vilja. Hann seg­ir til dæm­is að læðan vilji leggj­ast á mjög ákveðinn hátt og á ákveðnum tíma dags á teppi í sóf­an­um. Þetta er rosa­legt ofdek­ur. Þetta er verra en að vera með þrjú ung­börn. Enda vill eng­inn passa þessa ketti, þeir eru svo erfiðir og ofdekraðir. En okk­ur finnst þetta bara fyndið. Svo erum við all­ar með ketti nema elsta syst­ir mín fór í hund­ana,“ seg­ir hún. 

Pabbi rit­vélaviðgerðarmaður

Hvernig var það þegar þú varst krakki að eiga pabba sem var rit­höf­und­ur?

„Þegar ég var lít­il þá öf­undaði ég krakka sem áttu pabba sem var í vinn­unni. Krakka sem gátu farið og heim­sótt pabba á skrif­stof­una. Eitt árið vann hann sem formaður Rit­höf­unda­sam­bands­ins og það var æðis­legt! Loks­ins átt­um við al­menni­leg­an pabba eins og hinir krakk­arn­ir,“ seg­ir hún og hlær.

Kamilla fetaði í fótspor föður síns og er nú rithöfundur. …
Kamilla fetaði í fót­spor föður síns og er nú rit­höf­und­ur. Sem barn hélt hún um skeið að hann væri rit­vélaviðgerðarmaður. mbl.is/Á​sdís

„Ég man að ég þurfti oft að út­skýra af hverju pabbi væri ekki í vinnu. Lengi vel héld­um við, og marg­ir, að hann væri að laga rit­vél­ar. Hann var alltaf inni í her­bergi að vesen­ast með rit­vél­ar þannig að við syst­ur lögðum bara sam­an tvo og tvo,“ seg­ir Kamilla sem hélt þá lengi vel að faðir sinn væri rit­vélaviðgerðarmaður.

„Við sögðum vin­um okk­ar það. Svo komst það upp þegar for­eldr­ar vina okk­ar hringdu og báðu hann um að laga ein­hverja brauðrist eða eitt­hvað. Þá höfðum við sagt að pabbi væri svona hel­víti lunk­inn. Hann sem get­ur ekki lagað neitt. Hann get­ur varla skipt um peru. Hann er al­veg laus við hand­lagni. Hann í al­vöru hring­ir í mig til að biðja mig um að skipta um peru. Ég hef í al­vöru aldrei séð hann gera við neitt, nema hann teip­ar stund­um hluti sem brotna sam­an,“ seg­ir Kamilla og bros­ir.

Spil­ar með Lunch United

Nú er pabbi þinn góður rit­höf­und­ur, er hon­um fleira til lista lagt?

„Góð spurn­ing. Hann er alla vega ekki góður dans­ari. Mamma dró hann einu sinni á sam­kvæm­is­dansa­nám­skeið og það var það hræðileg­asta sem nokk­ur hafði séð. Hon­um finnst hann, eft­ir ákveðið magn af bjór, mjög góður söngv­ari. Ég er ekki viss um að aðrir myndu taka und­ir það,“ seg­ir hún.

Hvernig karakt­er er hann?

„Í rétta fé­lag­skapn­um er hann rosa hress og elsk­ar at­hygli og seg­ir sög­ur. Þá er völl­ur á hon­um. En hann er ekki svona hvar sem er og er ekk­ert fyrst­ur til að heimta orðið. Ég þekki hann sem pabba og finnst hann mjög um­hyggju­sam­ur. Hann er sá fyrsti sem ég myndi hringja í ef mig vantaði eitt­hvað úti í apó­teki eða eitt­hvað, hann væri alltaf til í að skutla mér,“ seg­ir Kamilla en það kem­ur svo í ljós að hún er ekki með bíl­próf.

„Hann er rosa­lega óþol­in­móður. Stjarn­fræðilega. Ég virðist hafa erft það því miður. En á móti kem­ur að við erum bæði svaka­lega stund­vís,“ seg­ir hún.

Seg­ir brand­ara fjór­um sinn­um

Er pabbi þinn mik­ill sögumaður?

„Já, já. Hann seg­ir sum­ar sög­ur oft. Svo seg­ir hann oft bara sömu lé­legu brand­ar­ana. Hann seg­ir hræðilega pabba­brand­ara. Ég hef reynt mikið að venja hann af þessu en það geng­ur illa. Hon­um finnst sjálf­um þeir vera fyndn­ir. Og ef hann fær ekki viðbrögð seg­ir hann kannski brand­ar­ann fjór­um sinn­um af því að hann held­ur að maður hafi ekki heyrt í fyrstu skipt­in; það er al­veg skelfi­legt. Svo finnst hon­um rosa fyndið að þykj­ast labba á hluti og detta. En hann á betri húm­or sem hann dreg­ur upp spari,“ seg­ir hún.

Ítar­legt viðtal við Ein­ar og Kamillu er í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert