Tilfellin komin í 171 hérlendis

Heilbrigðisstarfsfólk hefur haft í nógu að snúast undanfarið.
Heilbrigðisstarfsfólk hefur haft í nógu að snúast undanfarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilfelli kórónuveirunnar hérlendis eru komin upp í 171, samkvæmt vefsíðu embættis landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Covid.is.

Þetta er fjölgun um átta tilfelli frá því á blaðamannafundinum sem var haldinn klukkan tvö í dag, en inni í þessum tölum eru sex smit sem greindust í sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og tilkynnt var um í morgun.

Alls eru 1.672 í sóttkví en 1.868 sýni hafa verið tekin.

Af smituðum eru 160 á höfuðborgarsvæðinu, 8 á Suðurlandi, 1 á Suðurnesjum og 1 á Norðurlandi eystra, auk þess sem eitt er óstaðsett. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert