Hafa fundað með Icelandair alla síðustu daga

Flugfreyjufélagið hefur fundað með forsvarsmönnum Icelandair alla síðustu daga vegna …
Flugfreyjufélagið hefur fundað með forsvarsmönnum Icelandair alla síðustu daga vegna stöðunnar sem upp er komin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnendur hjá Flugfreyjufélagi Íslands hafa verið í sambandi við forsvarsfólk Icelandair alla síðustu daga til að leita lausna á þeim aðstæðum sem komnar eru upp í rekstri Icelandair vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður félagsins, í samtali við mbl.is.

„Við erum að skoða allar leiðir sem hægt er að fara,“ segir Guðlaug. 800 félagsmenn Flugfreyjufélagsins starfa hjá Icelandair, en bæði er um fastráðna og lausráðna starfsmenn að ræða.

Guðlaug segir að bæði sé horft til þess að verja störf félagsmanna, og einnig að finna góða lausn á jafn slæmum tímum og nú séu uppi.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði við mbl.is fyrr í dag að félagið hefði rætt við stéttarfélög flugstarfsfólks um bæði tímabundna launalækkun og hlutastörf, en þar er meðal annars horft til væntanlegs frumvarps ríkisstjórnarinnar um að komið yrði tímabundið til móts við fyrirtæki með því að greiða hluta launa úr atvinnuleysistryggingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert