Komu Austurríki og Danmörku á sporið

Smitrakningar eru lykilþáttur í að teygja á útbreiðslutíma.
Smitrakningar eru lykilþáttur í að teygja á útbreiðslutíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningateymis Almannavarna, hefur verið að störfum síðan fyrsta kórónuveirusmitið kom upp hérlendis hinn 28. febrúar.

Þá samanstóð teymið af sex starfsmönnum en nú eru þeir um 30 talsins, flestir heilbrigðisstarfsmenn og lögreglumenn. Einungis einn hjúkrunarfræðingur í teyminu hefur reynslu af smitrakningum en ekki af þeim skala sem teymið tekst nú á við. „Þetta er einsdæmi hérna á Íslandi og algjörlega fordæmalaust. Þetta verkefni vex og þróast svo hratt, það breytist ekki bara dag frá degi heldur mörgum sinnum á dag,“ segir Ævar við Morgunblaðið.

Unnið er á vöktum frá klukkan níu á morgnana og fram yfir miðnætti. Miðað er við að ljúka öllum rakningum áður en heim er haldið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ævar að tilfellin séu farin að verða flóknari en teymið reki um 15-20 smit á dag. Forsenda smitrakningar er greint smit en fyrsta skrefið í rakningunni er að hafa samband við smitaða einstaklinga og kanna hverja þeir hafi verið í samskiptum við.

„Annars vegar til þess að rekja hvar einstaklingur hefur smitast og hins vegar til þess að koma þeim, sem viðkomandi hefur verið í sambandi við og eru mögulega útsettir fyrir smiti, í sóttkví.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert