Rafmagnslaust var í Garðabæ, hluta Hafnarfjarðar, víða í Kópavogi og hluta Efra-Breiðholts í um 20 mínútur í kvöld. Rafmagnið fór af klukkan rúmlega 22 í kvöld og var komið aftur á um 20 mínútum seinna, að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, við mbl.is
Ekki er vitað hvað olli því að línan um Hnoðraholt í Garðabæ fór út. Unnið er að því að afla þeirra upplýsinga, að sögn Steinunnar.
Í Kópavogi var meðal annars rafmagnslaust í hverfunum kringum Smáralind og í Kórahverfi. Í Hafnarfirði fór allt rafmagn út á Völlunum.
Fréttin var uppfærð klukkan 22.50.