Ákveðið hefur verið að rýma nokkur atvinnuhús við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði. Í nótt hefur verið hvasst og skafrenningur til fjalla og spáð er áframhaldandi hvassviðri með snjókomu í dag á norðanverðum Vestfjörðum.
Krapi sást í morgun í sjónum í Súgandafirði en ekki ummerki um flóðbylgju. Það bendir til þess að snjóflóð hafi fallið í sjó og hefur fólk varann á sér á hafnarsvæðinu vegna mögulegrar flóðbylgju ef fleiri flóð féllu. Snjóflóð sást í norðanverðum Dýrafirði í morgun á þekktum stað í Hjarðardal.
Í gær voru íbúðarhús við Ólafstún á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum, tvö íbúðarhús við Urðargötu á Patreksfirði og nokkur atvinnuhús við Seljalandsveg á Ísafirði rýmd. Einnig hafa nokkur íbúðarhús í dreifbýli verið rýmd. íbúðarhús við Ólafstún á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum, tvö íbúðarhús við Urðargötu á Patreksfirði og nokkur atvinnuhús við Seljalandsveg á Ísafirði. Einnig hafa nokkur íbúðarhús í dreifbýli verið rýmd. Spáð er áframhaldandi NA-hríð á Vestfjörðum til fyrramáls, miðvikudag. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist grannt með þessum aðstæðum í samráði við almannavarnir.