Skógrækt gæti aukið losun

Í Hörgárdal.
Í Hörgárdal. Ljósmynd/Búnaðarsamband Eyjafjarðar

Rask við gróðursetningu vegna skógræktar gæti aukið kolefnislosun, að því er fram kemur í umsögn Umhverfisstofnunar vegna fyrirhugaðrar skógræktar á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal.

Þar er fyrirhugað að rækta skóg á 50 hektara svæði og óskaði Skipulagsstofnun eftir umsögn Umhverfisstofnunar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdin skyldi háð mati á umhverfisáhrifum. Í heildina litið telur Umhverfisstofnun ekki líklegt að framkvæmdin muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í umsögn Umhverfisstofnunar segir m.a.: „Í greinargerð kemur meðal annars fram að eitt af markmiðum framkvæmdarinnar sé að binda kolefni í skóginum. Umhverfisstofnun vill benda á að á norðlægum slóðum er talið að mest kolefni sé bundið í jarðvegi, en röskun á yfirborði lands, t.d. með plægingu, getur leitt til aukinnar losunar á CO2 og er ekki með vissu vitað hvenær trjágróður sem gróðursettur er í plógfarinu muni fara að binda kolefni svo nokkru nemi en það gæti tekið all mörg ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert