Slökkva í síðustu glóðunum

Rífa þurfti þakið að hluta til að slökkva allan eld.
Rífa þurfti þakið að hluta til að slökkva allan eld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum sem kviknaði í húsnæði í Veltisundi á efstu hæð við Ingólfstorg í kvöld. Þakið var rifið að hluta og tókst að slökkva glóðina sem þar var enn undir. Slökkvistarf er á lokametrunum, samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins. 

Tilkynning um lausan eld barst klukkan 23:01. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og einnig auka mannskapur. Húsið er gamalt timburhús og þar er meðal annars Pablo Diskobar til húsa. 

Um klukkan hálf tólf var unnið að því að rjúfa þakið og slökkva eldinn. Í upphafi var talið að sú vinna tæki lengri tíma en greiðlega gekk að slökkva allan eld. Brunaveggur er á milli húsanna þar sem eldurinn kom upp og beindist slökkvistarf einnig að því að passa að eldur bærist ekki í nærliggjandi hús. 

Samkvæmt sjónarvottum dró mikið úr reyknum fljótlega eftir að slökkvistarf hófst. 

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 00:58. 

Eldur kviknaði í Veltusundi við Ingólfstorg í kvöld.
Eldur kviknaði í Veltusundi við Ingólfstorg í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Eldur kviknaði í Veltusundi klukkan ellefu í kvöld og enn …
Eldur kviknaði í Veltusundi klukkan ellefu í kvöld og enn leggur talsverðan reyk upp af húsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Slökkviliðið er að störfum.
Slökkviliðið er að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Reyk leggur upp af húsnæðinu.
Reyk leggur upp af húsnæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert