Stór skjálfti við Reykjanestá

Kort/mbl.is/Map.is

Skjálfti að stærð 4,2 varð við Reykjanestá klukkan 10:32. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Skjálftinn varð 4,4 km norðnorðvestur af Reykjanestá á 6,9 km dýpi.

Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar fannst skjálftinn víða á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir eftirskjálftar hafa orðið, þar af einn 2,8 að stærð.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Skjálftinn fannst vel í Reykjanesbæ.
Skjálftinn fannst vel í Reykjanesbæ.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert