Vetrarfærð er um mestallt land og verið er að vinna í að opna alla helstu vegi. Töluverðan tíma mun taka að opna fyrir umferð á einhverjum leiðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Bent er á að kort á vef Vegagerðarinnar uppfærast um leið og búið er að ryðja og opna vegi.
Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu sem og Súðavíkurhlíð og Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli.
Vegir eru víðast hvar ófærir eða lokaðir á Vestfjörðum en fært er milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar sem og milli Bíldudals og Brjánslækjar. Verið er að vinna á flestum öðrum leiðum og ætti eitthvað að opnast upp úr hádegi.