Fólk sem er með tekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði getur fengið full laun þrátt fyrir lækkað starfshlutfall um allt að 75 prósent.
Þetta er á meðal breytinga sem hafa verið gerðar á frumvarpi félags- og barnamálaráðherra um greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði vegna kórónuveirunnar, að því er kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Samanlagðar hámarksgreiðslur frá atvinnurekanda og úr Atvinnuleysistryggingasjóði verða 700 þúsund krónur. Námsmenn geta átt rétt á atvinnuleysisbótum.
Að sögn Ásmundar getur kostnaðurinn við þessar aðgerðir orðið á bilinu 12 til 20 milljarðar króna.