Líklegt að 1.000 smitist

Sóttvarnalæknir kallaði saman þennan hóp vísindamanna til þess að gera …
Sóttvarnalæknir kallaði saman þennan hóp vísindamanna til þess að gera spálíkan um líklega þróun COVID-19 faraldursins sem nýst gæti við ákvarðanatöku um viðbrögð og skipulag heilbrigðisþjónustu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bú­ist er við því að fyr­ir lok maí 2020 hafi 1.000 manns verið greind­ir með kór­ónu­veiruna á Íslandi, en tal­an gæti náð rúm­lega 2.000 sam­kvæmt svart­sýn­ustu spám.

Þetta eru fyrstu niður­stöður spálík­ans sem unnið hef­ur verið af vís­inda­mönn­um frá Há­skóla Íslands, embætti land­lækn­is og Land­spít­ala sem gerðar hafa verið op­in­ber­ar á vef Há­skóla Íslands.

Sótt­varna­lækn­ir kallaði sam­an þenn­an hóp vís­inda­manna til þess að gera spálík­an um lík­lega þróun COVID-19 far­ald­urs­ins sem nýst gæti við ákv­arðana­töku um viðbrögð og skipu­lag heil­brigðisþjón­ustu og kynnti hóp­ur­inn fyrstu niður­stöður í lóg­istísku spálíkani á upp­lýs­inga­fundi Al­manna­varna í gær.

Helstu niður­stöður spálík­ans­ins eru, eins og áður seg­ir, að lík­legt er að 1.000 manns smit­ist á Íslandi. Bú­ist er við því að fjöldi greindra ein­stak­linga með virk­an sjúk­dóm nái há­marki í fyrstu vik­um apríl og verði senni­lega 600 manns, en gæti náð 1.200 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spám.

Ell­efu veikist al­var­lega

Bú­ist er við að á meðan far­ald­ur­inn geng­ur yfir muni um 60 manns þarfn­ast aðhlynn­ing­ar í inn­lögn á sjúkra­húsi, en sam­kvæmt svart­sýn­ustu spám gætu þeir orðið 200.

Mesta álag á heil­brigðisþjón­ustu vegna sjúkra­hús­inn­lagna verður um eða eft­ir miðjan apríl, en þá er ráðgert að um 40 geti verið inniliggj­andi, en allt að 120 sam­kvæmt svart­sýn­ustu spám.

Bú­ist er við því að um ell­efu ein­stak­ling­ar veikist al­var­lega og þarfn­ist gjör­gæslu á tíma­bil­inu, en sam­kvæmt svart­sýn­ustu spám gætu það orðið 50 ein­stak­ling­ar.

Spálík­an upp­fært reglu­lega

Grein­ing­ar­vinn­an mun halda áfram og spálíkanið verður upp­fært reglu­lega með nýj­um upp­lýs­ing­um. Hafa ber í huga að vegna fá­menn­is geta töl­urn­ar um fjölda greindra til­fella breyst mikið frá degi til dags sem hef­ur áhrif á niður­stöður spálík­ans­ins. 

Spálík­an vís­inda­manna HÍ, land­lækn­is og Land­spít­ala

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka