Maðurinn í haldi næstu fjórar vikur

Frá eldsvoðanum við Veltusund.
Frá eldsvoðanum við Veltusund. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður um þrítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vika síbrotagæslu, eða til 16. apríl, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu lögreglu, var handtekinn á vettvangi bruna í Veltusundi í Reykjavík í gærkvöldi, en þar var tilkynnt um eld á skemmtistaðnum Pablo Discobar um ellefuleytið.

Rannsókn málsins miðar vel.

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að svo virðist sem um íkveikju hafi verið að ræða.

Hann vildi ekki staðfesta að maðurinn sem er grunaður í málinu sé sá sami og var handtekinn fyrir að hafa stolið steypubíl og valdið stórhættu með akstri sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert