„Sóttkví - 2 metrar“

Þessir hlaupagarpar í miðbænum voru vel merktir sóttkví.
Þessir hlaupagarpar í miðbænum voru vel merktir sóttkví.

Alls eru 3.718 ein­stak­ling­ar í sótt­kví hér á landi og ef­laust er það ekki auðvelt fyr­ir alla að halda sig fjarri öðru fólki, hvað þá fjöl­skyldu og vin­um. Það að kom­ast ekki í rækt­ina eða aðra skipu­lagða lík­ams­rækt get­ur líka verið sum­um þung­bært.

En þá er bara að finna leiðir til að hreyfa sig með öðrum hætti. Útivera, hlaup og göng­ur eiga, sam­kvæmt leiðbein­ing­um land­lækn­is um sótt­kví að vera í lagi haldi viðkom­andi sig í tveggja metra fjar­lægð frá öðrum veg­far­end­um.

Ein­stak­ling­ur­inn sjálf­ur á kannski ekki erfitt með að halda fjar­lægðinni en aðrir veg­far­end­ur eru í flest­um til­fell­um grun­laus­ir um að ein­stak­ling­ur í sótt­kví sé á ferðinni. Ekki nema viðkom­andi merki sig með skýr­um hætti, eins og þess­ir hlaupagarp­ar í miðbæn­um gera. „Sótt­kví – 2 metr­ar“ stend­ur á vest­un­um og ætti það ekki að fara fram­hjá nein­um að þarna eru ein­stak­ling­ar í sótt­kví á ferð. Þá er best að halda sig í ör­uggri fjar­lægð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert