Keyra til nokkurra hundraða heimila

Liðsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar óku matvælum og öðrum nauðsynjum í gær.
Liðsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar óku matvælum og öðrum nauðsynjum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fáir fara varhluta af kórónuveirufaraldrinum og samkomubanninu sem hófst á mánudag.

Vegna þess hófu liðsmenn á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í gær útkeyrslu á matvælum og nauðsynjum til þeirra sem reiða sig á slíkt.

Hefur samkomubannið komið í veg fyrir að þeir sem þurfa á slíkum úthlutunum að halda geti nálgast þær með hefðbundnum leiðum. Um nokkur hundruð heimili á höfuðborgarsvæðinu er að ræða og því ljóst að verkefnið er ærið, en hópur sjálfboðaliða vinnur að því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert