Landspítalinn fær öndunarvélar að gjöf

Sóttvarnagámur við Landspítalann.
Sóttvarnagámur við Landspítalann. mbl.is/Eggert

Land­spít­al­inn hef­ur fengið önd­un­ar­vél­ar að gjöf. Vél­arn­ar komu frá Banda­ríkj­un­um í dag og eru gjöf til spít­al­ans frá einkaaðilum.

Þetta kem­ur fram á vef spít­al­ans en ekki er greint frá ná­kvæm­um fjölda vél­anna.

Til þessa hef­ur ekki reynst þörf á önd­un­ar­vél­um fyr­ir þá sem sýkst hafa af COVID-19 sjúk­dómn­um hér á landi. Reynsla annarra þjóða hef­ur þó sýnt að þær geta verið lífs­nauðsyn­leg­ar þeim sem sjúk­dóm­ur­inn leik­ur verst.

Upp­fært:

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert