Landspítalinn fær öndunarvélar að gjöf

Sóttvarnagámur við Landspítalann.
Sóttvarnagámur við Landspítalann. mbl.is/Eggert

Landspítalinn hefur fengið öndunarvélar að gjöf. Vélarnar komu frá Bandaríkjunum í dag og eru gjöf til spítalans frá einkaaðilum.

Þetta kemur fram á vef spítalans en ekki er greint frá nákvæmum fjölda vélanna.

Til þessa hefur ekki reynst þörf á öndunarvélum fyrir þá sem sýkst hafa af COVID-19 sjúkdómnum hér á landi. Reynsla annarra þjóða hefur þó sýnt að þær geta verið lífsnauðsynlegar þeim sem sjúkdómurinn leikur verst.

Uppfært:

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert