Smit orðin ellefu í Vestmannaeyjum

mbl.is/Sigurður Bogi

Staðfest kórónuveirusmit eru orðin ellefu talsins í Vestmannaeyjum og eru 282 í sóttkví. Nýjasta staðfesta smitið varðar kennara í Grunnskóla Vestmannaeyja og hefur verið ákveðið að setja alla nemendur í 1. til 4. bekk og alla starfsmenn skólans í svokallaða úrvinnslukví á meðan málið er til skoðunar.

Þá er árgangur 2007 enn í úrvinnslukví þar sem beðið er sýna frá nemendum, en næstum öll sýni sem rannsökuð hafa verið eru neikvæð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar segir að mikilvægt sé að spyrna kröftuglega við fótum og eru íbúar hvattir til þess að halda sig eins mikið heima og mögulegt er næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert