266 heilbrigðisstarfsmenn í sóttkví

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á blaðamannafundi í dag.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Einn er á gjörgæslu Landspítala vegna kórónuveirunnar en þó ekki í öndunarvél. Alls eru tólf innlagðir á Landspítala og er það heldur eldra fólk, sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.

Enn fremur kom fram í máli Páls á blaðamanafundi í dag að alls eru 266 starfsmenn Landspítala í sóttkví.

Páll fjallaði um Covid-göngudeild á Landspítala en þaðan er haldið utan um 500 sjúklinga og sagði forstjórinn að álagið þar væri gríðarlegt.

Páll benti enn fremur á að spítalinn þyrfti fljótlega að fá frekari birgðir og nefndi í því samhengi sýnatökupinna, hlífðarfatnað og öndunarvélar.

Hann nefndi að 26 öndunarvélar af bestu sort væru á spítalanum en auk þessu væru tugir véla til taks í viðbót. „Síðan fékk spítalinn 15 öndunarvélar gefins í gær frá örlátum einstaklingum,“ sagði Páll og bætti við að vonir stæðu til að fleiri öndunarvélar væru væntanlegar í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert