Óvissa um eftirspurn eftir áli

Birgðir áls.
Birgðir áls. mbl.is/Árni Sæberg

Veirufaraldurinn hefur gríðarleg áhrif á markaði fyrir álafurðir álveranna. Eftirspurn, einkum bílaframleiðenda, hefur hríðfallið.

„Þetta er fordæmalaus staða á mörkuðum og það virðist einkenna þessa krísu að það er hvergi skjól að finna. Þetta ræðst bæði á framboðs- og eftirspurnarhliðinni. Evrópumarkaður er lykilmarkaður fyrir íslenska álframleiðslu og þar má gera ráð fyrir að það hafi áhrif á eftirspurn eftir áli þegar eftirspurn minnkar eftir bifreiðum og öðru vegna þess að fólk heldur að sér höndum á svona tímum. Það eru þegar farin að sjást merki um það,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda.

„Greiningaraðilar hafa spáð því að þetta muni hafa áhrif á verð á áli til lækkunar. Það hafa verið erfið skilyrði á álmörkuðum síðustu ár þannig að þetta hittir álverin fyrir á vondum tíma en landslagið er að skýrast.“

Álverin þrjú hafa öll gripið til aðgerða til að minnka smithættu í verksmiðjunum, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert