Salka Sól sérstakur gestur Helga

Salka Sól Eyfeld.
Salka Sól Eyfeld. mbl.is/Árni Sæberg

Söngkonan Salka Sól Eyfeld verður sérstakur gestur á kvöldvökunni sem Helgi Björns og Reiðmenn vindanna ætla að bjóða upp á í Sjónvarpi Símans, á K100 og mbl.is kvöld klukkan 20:00.

„Ég hlakka til, þetta verður skemmtilegt og gaman að geta kíkt í heimsókn til landsmanna í kvöld með þessum hætti og vonandi glatt fólk og létt aðeins lund þess,“ segir Salka. Ég ætla meðal annars að syngja Þúsund sinnum segðu já, það er eitt af uppáhalds Helga Björns-lögunum mínum.“

Salka og Helgi hafa áður sungið saman.
Salka og Helgi hafa áður sungið saman. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við verðum aðeins að lyfta okkur á kreik sem þjóð, þetta er búin að vera þung vika að fara í gegnum. Við erum þó á allan hátt að fara eftir fyrirmælum og öll viljum við standa okkar plikt í almannavörnunum en við viljum líka aðeins fá að líta upp úr þessu og skemmta okkur aðeins og hrista okkur,“ segir Helgi um útsendinguna. „Ég er með lítið mjög vel skipað band og vandaðan lagalista og þjóðin fær að velja lög á dagskrána í gegnum samfélagsmiðlana þannig að það fá allir óskalag og þetta verður bara falleg kvöldvaka.

Þetta verður bara gaman og það geta allir verið með, hvar sem er á landinu og hvernig sem staðan er. Nú syngjum við saman á laugardagskvöld öll sem eitt.“

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert