Heimsskortur á sýnatökupinnum

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimsskortur er á sýnatökupinnum og ekki er ljóst hvenær næsta sending kemur til landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar.

Hann sagði að menn væru að leita allra leiða til að nálgast pinna en þetta gæti leitt til þess að strangari skilyrði yrðu sett fyrir sýnatökum. Ekki væri komið að slíku og það yrði auglýst sérstaklega ef til þess kæmi. 

Um 2.000 pinnar voru til á föstudag og sagði Þórólfur að von hefði verið á 5.000-pinna sendingu í vikunni. Sú sending hefði hins vegar verið skorin niður í 2.000 pinna en sóttvarnalæknir sagði erfitt að fá svona misvísandi skilaboð að utan.

Þórólfur fullvissaði fólk um að pinnarnir myndu ekki klárast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka