Smitaðist í skíðaferð

Stefán Hilmarsson segist þakklátur fyrir að hafa aðeins fengið mild …
Stefán Hilmarsson segist þakklátur fyrir að hafa aðeins fengið mild einkenni. Hann hefur getað unnið heima þar sem hann er nú í einangrun. Hinir í fjölskyldunni hafa ekki smitast af veirunni. mbl/Styrmir Kári

Ég hef að lík­ind­um haft veiruna með mér frá Selva í Gardena-daln­um. Þangað hélt ég í skíðafrí ásamt eig­in­konu og son­um hinn 28. fe­brú­ar, en við sner­um heim viku síðar. Svæðið var ekki komið í flokk skil­greindra hættu­svæða þegar við héld­um utan, en ef ég man rétt þá vöknuðum við við þær fregn­ir á fyrsta morgni ytra að það væri komið í þann flokk,“ seg­ir tón­list­armaður­inn Stefán Hilm­ars­son.

Spritt og klút­ar

„Við vor­um á eig­in veg­um, ekki í hópi landa okk­ar og hitt­um reynd­ar ekki einn ein­asta Íslend­ing í ferðinni. Auðvitað átt­ar maður sig ekki á því hvar eða hvernig þetta hef­ur verk­ast, en mér dett­ur einna helst í hug að þetta hafi komið af posa. Við höfðum þó með okk­ur býsn af hand­spritti og klút­um og reynd­um að passa vel upp á okk­ur ytra. En maður fær ekki öllu var­ist.

Hiti og hroll­ur

Ég var í góðu lagi all­an tím­ann ytra og fann fyrst til ein­kenna eft­ir að heim var komið, þegar ég var ný­bú­inn að taka upp úr tösk­un­um. Ég var vel slapp­ur fyrst; með hita, hroll og hefðbund­in flensu­ein­kenni. Við viss­um að við þyrft­um öll í sótt­kví við heim­kom­una. Um leið og ég varð ein­kenna var stúkaði ég mig af frá hinum að svo miklu leyti sem hægt var,“ seg­ir hann.
„Sem bet­ur fer hef ég ekki verið mikið veik­ur hingað til. Strax dag­inn eft­ir var ég skárri og svo til hita­laus. Ég var þó svo­lítið þung­ur fyr­ir brjósti næstu þrjá til fjóra daga, en samt ekki þannig að það væri mér óbæri­legt. Þeim þyngsl­um létti smám sam­an og síðan hef­ur þetta virkað sem nef- og enn­is­holu­kvef, „þurrt“ að kalla; harla lítið slím­los. En þetta hef­ur rjátl­ast af mér hægt og bít­andi.

Fúlt að missa út íþróttaviðburði

Að óbreyttu lýk­ur ein­angr­un í næstu viku. Ég hef ann­ars unnið hér heima alla daga, en ég starfa hjá STEFi og mín beið krefj­andi og tíma­frekt verk­efni við heim­komu, sem ég þurfti að tak­ast á við og hef­ur það tekið drjúg­an tíma. Þess utan hef­ur maður horft eitt­hvað aðeins á sjón­varp á kvöld­in og lesið svo­lítið, eins og geng­ur. Mér hef­ur reynd­ar þótt fúlt að missa út alla íþróttaviðburði og er satt að segja hálf­miður mín yfir því að Masters-mótið í golfi hef­ur verið slegið af, svo dæmi sé tekið, en það er mik­ill vor­boði í mínu lífi ár hvert. En auðvitað þýðir ekk­ert um það að fást.“

Ítar­legt viðtal er við Stefán í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert