Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, skorar á almenning að taka svokallaðan veirulausan klukkutíma á milli klukkan átta og níu í kvöld.
Þetta sagði Víðir á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar síðdegis í dag.
Kórónuveirufaraldurinn er heimsbyggðinni ofarlega, ef ekki efst, í huga þessa dagana, en Víðir hvetur landsmenn til að hugsa ekki um kórónuveiruna í eina klukkustund í kvöld.
Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.