Stuðningur við ríkisstjórnina jókst töluvert

Ríkisstjórn Íslands mælist með næstum 53% sem er meira fylgi …
Ríkisstjórn Íslands mælist með næstum 53% sem er meira fylgi en fyrir mánuði síðan. mbl.is/​Hari

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með mest fylgi stjórn­mála­flokka á Alþingi eða 27,4% fylgi, í nýrri könn­un MMR. Sam­fylk­ing­in mæl­ist næst vin­sæl­asti flokk­ur­inn með 14,7% fylgi og þar á eft­ir eru Pirat­ar með 10,2%

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist 52,9% sem er rúm­um 14% pró­sentu­stig­um meira en í síðustu könn­un MMR sem var gerð í seinni hluta fe­brú­ar.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bæt­ir við sig um sex pró­sentu­stig­um frá síðustu könn­un á meðan Sam­fylk­ing­in og Pírat­ar standa í stað.

Miðflokk­ur­inn mæld­ist með 10,0% fylgi og sem er 2,5% minna en í síðustu könn­un. Vinstri græn­ir mæl­ast með 9,8% fylgi sem er 0,1% minna en í fe­brú­ar.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bæt­ir um hálfu pró­sentu­stigi við sig frá síðustu könn­un og mæl­ist nú með 8,1% fylgi. Flokk­ur fólks­ins miss­ir hins veg­ar næst­um eitt pró­sentu­stig og mæld­ist með 3,7%.

Sósí­al­ista­flokk­ur Íslands sem ekki á mann á Alþingi mæl­ist með 4,7% fylgi líkt og í fe­brú­ar.

Könn­un­in var fram­kvæmd 18. til 20. mars 2020 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 1.034 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri.

Sjá nán­ari niður­stöður könn­un­ar MMR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka