Unnið er að því að framleiða sýnatökupinna til að greina kórónuveirusmit hjá Össuri og verið er að gera gæðaúttekt á þeirri vinnu. Um er að ræða stóran lager af pinnum.
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í dag.
Fram kom í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi að hundrað þúsund sýnatökupinnar sem framleiddir voru hjá Össuri væri í skoðun hjá veirufræðideild Landspítalans.
Ekki er ljóst hvort þeir eru í sömu gæðum og pinnar sem helst á að nota en það kemur fljótlega í ljós.
Eins og áður hefur komið fram er skortur á sýnatökupinnum og segir Þórólfur að ákveðið áhyggjuefni en Landspítalinn á von á pinnasendingu að utan síðar í vikunni.
Upphaflega stóð að um væri að ræða hundrað þúsund sýnatökupinna en samkvæmt upplýsingum frá Össuri er um 20 þúsund pinna að ræða.