Geðhjálp eykur þjónustu sína

„Við erum öll með geð og það er okkar að …
„Við erum öll með geð og það er okkar að fara vel með það.“ Segir á Facebook-síðu Geðhjálpar. mbl.is/Styrmir Kári

Geðhjálp er að auka þjónustu við félagsmenn vegna kórónuveirufaraldursins, meðal annars vegna þess að mörg úrræði hafa lokast í kjölfar aðgerða yfirvalda í smitvörnum.

Starfshlutfall ráðgjafa samtakanna hefur verið aukið og aukin þjónusta er veitt á netinu og nú er verið að leita að öðrum ráðgjafa til að auka þjónustuna enn frekar.

Sem dæmi um þau úrræði sem margir sem eru með geðraskanir eða geðfötlun hafa notað en eru nú lokuð eru Dagsetur, Hlutverkasetur, Klúbburinn Geysir og göngudeildir spítala. Fleiri mætti nefna. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að þetta hafi talsverð áhrif. Fólk einangrist í enn meiri mæli. Áhrifin geti komið fram síðar.

Eldra fólk einangrast

Grímur segir að aldraðir sem hafi einhverja greiningu á þessu sviði hafi einangrast. Áður en úrræðin lokuðu hafði fólkið búið við skerta þjónustu vegna verkfalla. Þjónustumiðstöðvar hafi verið lokaðar um tíma. Hópurinn hafi því verið einangraður meginþorra ársins.

Hann nefnir einnig fólk sem er með lítið stuðningsnet í kringum sig og þurfi að leita utanaðkomandi aðstoðar. Það einangrist hratt eins og ástandið er nú.

Aðstoð á neti

Geðhjálp ákvað að fjölga tímum hjá ráðgjafa samtakanna og einnig taka í notkun nýtt samskiptaforrit sem gerir fólki kleift að fá ráðgjöf í gegnum netið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert