ÍE komin með leyfi frá Persónuvernd

Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Persónuvernd hefur veitt Íslenskri erfðagreiningu leyfi til vísindarannsókna.

Þar með getur ÍE birt niðurstöður skimana sinna fyrir kórónuveirunni í ritrýndu vísindatímariti.  

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að leyfið hafi verið veitt fyrir dagslok í gær eins og búið var að lofa en vildi annars ekkert tjá sig frekar um málið.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sakaði Per­sónu­vernd um að fremja glæp með því að draga það fram yfir helgi að svara um­sókninni um leyfið.  

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert