Persónuvernd hefur veitt Íslenskri erfðagreiningu leyfi til vísindarannsókna.
Þar með getur ÍE birt niðurstöður skimana sinna fyrir kórónuveirunni í ritrýndu vísindatímariti.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að leyfið hafi verið veitt fyrir dagslok í gær eins og búið var að lofa en vildi annars ekkert tjá sig frekar um málið.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sakaði Persónuvernd um að fremja glæp með því að draga það fram yfir helgi að svara umsókninni um leyfið.