Smit í öllum landshlutum - alls 648 smit

Alls hafa 648 greinst með kórónuveiruna á Íslandi og er þetta fjölgun um 60 á einum sólarhring. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum á covid.is.

Alls eru 627 í einangrun og 13 á sjúkrahúsi. 8.205 eru í sóttkví. 1.594 hafa lokið sóttkví

 Meirihluti smitanna er innanlands eða 270 en erlendis eru smitin 206 talsins. Óvissa ríkir um 172 smit.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls eru 11 börn smituð 9 ára og yngri og tveir 80 ára og eldri. Enginn landshluti er nú án smits en 1 smit hefur greinst á Austurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu eru þau 509, 30 á Suðurnesjum, 74 á Suðurlandi og 1 á Austurlandi eins og áður sagði. Á Norðurlandi eystra eru 8 smit, 14 á Norðurlandi vestra, 1 á Vestfjörðum og 4 á Vesturlandi. Óskráð í landshluta eru smit 7 talsins.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert