Undirbúa stækkun Akureyrarflugvallar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti um helg­ina aðgerðir …
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti um helg­ina aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að bregðast við efna­hags­leg­um áhrif­um af út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Stækkun Akureyrarflugvallar er þar á meðal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stækk­un við flug­stöðina á Ak­ur­eyri, stækk­un á flug­hlaði vall­ar­ins og mal­bik­un á Eg­ilsstaðaflug­velli eru meðal fram­kvæmda sem rík­is­stjórn­in legg­ur til að hefj­ist nú þegar sam­kvæmt aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að bregðast við efna­hags­leg­um áhrif­um af út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar, sem kynnt­ar voru á laug­ar­dag. 

Frá þessu grein­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, í færslu á Face­book síðdeg­is. Stefnt er að því að bjóða verk­in út í vor og munu þau skapa um 40 ár­s­verk hjá verk­tök­um á svæðinu. 

Sig­urður Ingi seg­ir mik­il­vægt að bregðast hratt við en gera jafn­framt lang­tíma­áætlan­ir eins og kost­ur er í þess­ari erfiðu stöðu sem sam­fé­lagið glím­ir við. „Halda áfram að byggja upp vegi, flug­velli og hafn­ir svo sam­fé­lagið verði í stakk búið þegar Covid-19 far­ald­ur­inn verður um garð geng­inn. Þrátt fyr­ir hrun í ferðaþjón­ust­unni er brýn þörf fyr­ir upp­bygg­ingu innviða og eru flug­vell­ir einn af lyk­ilþátt­um fjár­fest­ingar­átaks­ins,“ skrif­ar ráðherr­ann. 

Upp­bygg­ing Ak­ur­eyr­arflug­vall­ar var ekki í fimm ára sam­göngu­áætlun sem kynnt var í haust og sætti það mik­illi gagn­rýni fyr­ir norðan. Sig­urður Ingi sagði á þeim tíma að fjár­magn til upp­bygg­ing­ar flug­vall­ar­ins væri ekki í aug­sýn. 

Sam­kvæmt til­lög­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem kynnt­ar voru um helg­ina er áformað að verja milli 500 til 600 millj­ón­um í ár til und­ir­bún­ings verk­anna þriggja. 

Sig­urður Ingi seg­ir annað átak hjá rík­is­stjórn­inni í und­ir­bún­ingi sem tek­ur við á ár­un­um 2021-2023 og mun flýt­ing þess­ara fram­kvæmda sem og annarra sam­göngu­fram­kvæmda birt­ast þar. „Ger­um það sem gera þarf og ver­um skyn­söm.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert