Dánarorsök liggur ekki endanlega fyrir

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík.

Margir hafa eflaust veitt því athygli að á upplýsingasíðum um kórónuveiruna segir að tvö af þeim sem greinst hafi með COVID-19 hér á landi séu látin. Þetta þýðir þó ekki að úrskurðað hafi verið endanlega um að sjúkdómurinn hafi orsakað andlát Ástrala á fertugsaldri sem lést á Húsavík í síðustu viku.

Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir að þó að nákvæm dánarorsök liggi ekki fyrir þætti þeim eðlilegt að telja manninn með, þar sem hann hafi jú greinst með COVID-19 og að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að andlát hans hafi borið að með þeim hætti.

Andlát Ástralans er enn til rannsóknar og segir Kjartan líklega talsvert í að endanlegar niðurstöður liggi fyrir, enda sé mikið álag á heilbrigðiskerfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert