Reykjanesbraut lokuð vegna slyss

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lokað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut vegna bílslyss við álverið í Straumsvík, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þrír fluttir á bráðamóttöku með sjúkrabifreiðum en ekki er talið að meiðsl þeirra séu alvarleg. Um fjögurra bíla árekstur var að ræða að sögn lögreglu sem er við störf á vettvangi. 

Lokað er fyrir umferð á meðan á vettvangsvinna stendur yfir. Talið er að Reykjanesbrautin verði lokuð í um það bil klukkustund eða til klukkan 9. Mikil hálka er víða á vegum á Suðvesturlandi og er fólk beðið um að fara varlega. Hið sama á við víðar, svo sem í Vestmannaeyjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert