Tónlistarmenn verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni

Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útón.
Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útón. mbl.is/Hallur Már

Ljóst er að íslenskt tónlistarfólk og þeir sem vinna við tónleikahald verða fyrir gríðarmiklu tjóni vegna samkomubanns hér heima og erlendis. ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) er að kanna áhrifin á tónlistargeirann. Könnuninni lýkur nú um hádegið.

„Tónlistarfólk er að verða mjög illa úti í þessu ástandi, sagði Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. „Það er ekki bara verið að aflýsa öllum árshátíðum og viðburðum hér heima heldur er einnig búið að aflýsa tónleikaferðalögum erlendis. Þetta veldur gríðarmiklu tapi.“

Á þessu ári höfðu íslenskir tónlistarmenn haldið 326 tónleika erlendis áður en allt fraus fast. Búið er að aflýsa flestum tónleikum í mars og apríl. Á meðal þeirra sem hafa þurft að fella niður tónleika vegna samkomubanna erlendis eru tónlistarmennirnir Ásgeir, Une Misère, CYBER og múm.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Sigtryggur óttast að mjög frambærilegt tónlistarfólk kunni að fara illa út úr þessu, verða fyrir tjóni og jafnvel verða gjaldþrota.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert