Ætla að áfrýja dómnum

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.

Dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur þar sem ís­lenska ríkið var sýknað af kröfu Guðjóns Skarp­héðins­son­ar, vegna ára­langr­ar órétt­mætr­ar frels­is­svipt­ing­ar hans í tengsl­um við Guðmund­ar- og Geirfinns­mál, verður áfrýjað. Þetta staðfest­ir Ragn­ar Aðal­steins­son, lögmaður Guðjóns við mbl.is. Kraf­an hljóðaði upp á um 1,3 millj­arða króna.

Ragn­ar seg­ir í sam­tali við mbl.is ljóst að dómn­um verði áfrýjað sér­stak­lega þar sem virt hafi verið að vett­ugi í dómn­um það lyk­il­atriði að ein­stak­ling­ur væri sak­laus uns sekt hans er sönnuð. Hann furðar sig á því að niðurstaða dóms­ins skuli ekki byggja á sýknu­dómi sem féll árið 2018 yfir Guðjóni held­ur á dóm­um sem féllu árið 1977 og einnig árið 1980. 

Guðjón var árið 1980 dæmd­ur í tíu ára fang­elsi fyr­ir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns Ein­ars­son­ar sex árum áður. Hann var síðan sýknaður í Hæsta­rétti árið 2018 ásamt fjór­um öðrum sak­born­ing­um. 

Guðjón taldi sig eiga rétt á bót­um vegna ólög­legra hand­töku, ólög­legs gæslu­v­arðhalds og vegna rangra dóma. Þetta átti sér stað á tíma­bil­inu 1976 til 1985. Í stuttu máli er niðurstaða dóms­ins sú að rétt­ur­inn var fyrnd­ur. 

Dóm­ur­inn féllst á máls­ástæður setts rík­is­lög­manns, Andra Árna­son­ar, þess efn­is að samkvæmt þágild­andi fyrn­ing­ar­lög­um er fyrn­ing­ar­frest­ur tíu ár frá því hinn bóta­skyldi at­b­urður átti sér stað. Sýknu­dóm­ur Hæsta­rétt­ar frá ár­inu 2018 breyti engu um hvenær máls­at­vik­in urðu.

Í dómn­um er einnig til­greind játn­ing Guðjóns í dómi Hæsta­rétt­ar árið 1980. Sú játn­ing er lögð til grund­vall­ar á mati á sekt hans. Málsvörn­in byggði meðal ann­ars á lög­um um eig­in sök og af­leiðingu eig­in sak­ar á bóta­rétti.

„Stefn­andi hafði ekki fallið frá framb­urði sín­um held­ur haldið fast við“ hann eins og seg­ir í dómi Hæsta­rétt­ar. Með játn­ing­unni viður­kenn­ir stefn­andi að eiga sök á dauða Geirfinns. Eig­in sök stefn­anda svipt­ir hann því að geta átt rétt til skaðabóta.“ Seg­ir í dómn­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert