Algert hrun í nýtingu bílastæða

Viðsnúningur.Umferð var engin á Laugavegi um miðjan þriðjudag.
Viðsnúningur.Umferð var engin á Laugavegi um miðjan þriðjudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hröð útbreiðsla kórónuveiru hér á landi hefur hrint af stað ýmsum breytingum í hegðun fólks. Þannig hefur t.a.m. komið fram í Morgunblaðinu að mikill samdráttur hefur orðið á umferð á höfuðborgarsvæðinu síðastliðnar vikur, eða rúm 15% þar sem mest er.

Albert Heimisson, deildarstjóri útideildar hjá Bílastæðasjóði, segir gríðarlegan samdrátt hafa orðið í notkun bílastæða í miðborg Reykjavíkur.

„Nýting á bílastæðum og bílastæðahúsum hefur dregist mikið saman, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt áður,“ segir Albert í Morgunblaðinu í dag og bendir á að innkoma í stöðumæla hafi dregist saman um 70-80% á milli mánaða. Er Albert þá að styðjast við tölur Bílastæðasjóðs frá 24. mars síðastliðnum og er um að ræða gjaldsvæði í miðborginni, við Landspítala og Háskóla Íslands.

„Fyrir mánuði var nýting bílastæðahúsa um 92 prósent en notkun er nú komin niður í um 50 prósent,“ segir Albert og bendir á að bílastæðahúsin hafi að líkindum ekki fallið jafn hratt sökum þess hve margir kaupmenn og aðrir starfsmenn nýti sér þau.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert