Aukið gagnamagn og tvöföld farsímanotkun

Notkun farsíma hefur tvöfaldast ímínútum talið séu gögn skoðuð fyrir …
Notkun farsíma hefur tvöfaldast ímínútum talið séu gögn skoðuð fyrir og eftir samkomubann samkvæmt upplýsingum frá Símanum. Gagnamagn heimatenginga hefur sömuleiðis aukist umtalsvert. Myndin er úr safni. AFP

Aug­ljóst er að sam­komu­bann og vera í sótt­kví hef­ur breytt lífs­mynstri margra síðustu daga. Marg­ir vinna að heim­an og aðrir sækja í ým­iss kon­ar afþrey­ingu.

Notk­un farsíma hef­ur tvö­fald­ast í mín­út­um talið séu gögn skoðuð fyr­ir og eft­ir sam­komu­bann sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sím­an­um. Gagna­magn heima­teng­inga hef­ur sömu­leiðis auk­ist um­tals­vert, sím­töl í gamla heimasím­an­um hafa auk­ist um 30% og sjón­varps­áhorf hef­ur farið í hæstu hæðir.

„Í raun hef­ur öll notk­un auk­ist, sama hvert við horf­um nema hjá er­lend­um ferðamönn­um, sú um­ferð er nær horf­in, en aðeins í bili von­andi. Við slóg­um met í fjölda spil­ana núna í síðustu viku í Sjón­varpi Sím­ans. Þá var 1,1 millj­ón spil­ana, sem er ágæt­is bæt­ing frá fyrra meti. Vik­an var eins og jóla- eða páskafrí og við bú­umst við því að þessi vika gæti orðið enn stærri,“ seg­ir Bryn­dís Þóra Þórðardótt­ir, vöru­stjóri hjá Sím­an­um.

Margir vinna nú að heiman og aðrir finna sér afþreyingu.
Marg­ir vinna nú að heim­an og aðrir finna sér afþrey­ingu. mbl.is/​​Hari

Bryn­dís seg­ir jafn­framt að mik­il aukn­ing hafi orðið yfir dag­inn hjá Sjón­varpi Sím­ans, um 40%. „Það hef­ur rokið upp yfir dag­inn. Svo er áhuga­vert að fólk hætt­ir streym­inu klukk­an 14 og still­ir á beina út­send­ingu frá blaðamanna­fundi Al­manna­varna,“ seg­ir Bryn­dís og bæt­ir við að efn­isúr­val hafi verið stór­aukið í Sjón­varpi Sím­ans í kjöl­far heims­far­ald­urs. „Við flýtt­um inn­setn­ingu á fjöl­breyttu efni til að vera til staðar í þessu ástandi.“ Þá hafi meg­inþorri þjóðar­inn­ar stillt á tón­leika með Helga Björns um liðna helgi og verði þeir end­ur­tekn­ir um næstu helgi.

Svipaða sögu er að segja frá fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Voda­fo­ne. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lilju Birg­is­dótt­ur, sam­skipta­stjóra Sýn­ar, hef­ur hefðbund­in net­notk­un á heima­teng­ing­um auk­ist um 20-30% að und­an­förnu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert