„Lítur betur út núna en það gerði í gær“

Til stendur að taka fleiri próf í dag og þegar …
Til stendur að taka fleiri próf í dag og þegar niðurstöður úr þeim liggja fyrir og búið verður að rýna frekar í þær niðurstöður sem komnar eru verður hægt að skera úr um hvort pinnarnir 20 þúsund frá Össuri séu nothæfir til sýnatöku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við erum kom­in með hluta af niður­stöðunum, ekki all­ar sem við þurf­um, en þær sem eru komn­ar eru já­kvæðar þannig að von­ir standa til að það verði mögu­legt að nota pinn­ana,“ seg­ir Karl G. Krist­ins­son, yf­ir­lækn­ir á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans, í sam­tali við mbl.is. 

Pinn­arn­ir sem um ræðir eru 20 þúsund sýna­tökup­inn­ar vegna kór­ónu­veirunn­ar sem Össur hef­ur út­vegað. Íslensk erfðagrein­ing sagði þá ónot­hæfa í gær en próf­an­ir voru gerðar á tveim­ur heilsu­gæslu­stöðvum seinni part­inn í gær og seg­ir Karl niður­stöðurn­ar lofa góðu.

Tek­in voru tvö sýni úr sömu sjúk­ling­um með pinn­un­um sem hafa verið í notk­un og pinn­un­um sem Össur út­vegaði. Það er sam­svör­un á milli grein­inga með báðum teg­und­um af pinn­um, seg­ir Karl. 

Til stend­ur að taka fleiri próf í dag og þegar niður­stöður úr þeim liggja fyr­ir og búið verður að rýna frek­ar í þær niður­stöður sem komn­ar eru býst Karl við að hægt verði að skera úr um hvort pinn­arn­ir 20 þúsund frá Öss­uri séu not­hæf­ir til sýna­töku. 

„Þetta lít­ur bet­ur út núna en það gerði í gær,“ bæt­ir hann við.  

Yf­ir­vof­andi skortu á sýna­tökupinn­um var bjargað fyr­ir horn í gær þegar send­ing með um 2.750 pinn­um barst til lands­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert