Minnka má hjarðónæmi þjóðarinnar

Kórónuveiran lítur svona út.
Kórónuveiran lítur svona út. AFP

Útbreiðsla kór­ónu­veik­inn­ar er tal­in lúta út­breiðslu­töl­unni Ro = 2,5 sem merk­ir að hver smit­andi ein­stak­ling­ur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð.

Þá þurfa 60% þjóðar­inn­ar að verða með ónæmi (mót­efni) til að far­ald­ur­inn stöðvist, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
Víðir Reyn­is­son, Þórólf­ur Guðna­son og Alma Möller. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Í grein sem fyrr­ver­andi og nú­ver­andi sótt­varna­lækn­ar, land­lækn­ir og yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um skrifa í blaðið í dag kem­ur fram að ef það tak­ist að lækka Ro-töl­una dragi um­tals­vert úr hlut­falli þeirra sem þurfi að hafa ónæmi í sam­fé­lag­inu til að far­ald­ur­inn stöðvist.

Sótt­varn­aráðstafn­an­ir í heims­far­aldri

„Í upp­hafi þess­ar­ar ald­ar huguðu Íslend­ing­ar eins og aðrar þjóðir að viðbúnaði og viðbrögðum við aðsteðjandi vá sem snert gæti heims­byggðina. Talið var að mik­il ógn gæti stafað af m.a. sýkl­um, eit­ur­efn­um og geisla­virk­um efn­um vegna hryðju­verka eða slysni. Norður­lönd­in hófu náið sam­starf um viðbrögð sem enn stend­ur. Sótt­varna­lækn­ir hef­ur haft náið sam­starf við al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra til að meta aðstæður og nauðsyn­leg viðbrögð.

Árið 2005 stóð heim­ur­inn frammi fyr­ir mik­ill ógn sem virt­ist stafa af fuglain­flú­ensu (H5N1). Þetta leiddi til þess að nauðsyn­legri end­ur­skoðun á Alþjóðaheil­brigðis­reglu­gerð (IHR) Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) var flýtt og var samþykkt árið 2005 en tók gildi árið 2007. Tóku sótt­varna­lög­in frá 2007 mið af IHR og aðild okk­ar að reglu­gerðinni staðfest í lög­un­um.

Hér á landi eins og hjá öðrum aðild­ar­ríkj­um WHO hef­ur verið unnið að viðbúnaðar- og viðbragðsáætl­un­um. Hafa þær miðast að því að hér á landi væru til lág­marks­bjarg­ir á hverj­um tíma og fyr­ir lægju áætlan­ir um viðbrögð sam­fé­lags­ins við aðsteðjandi ógn­ir. Þessi viðbrögð skyldu æfð og end­ur­skoðuð eft­ir þörf­um

Viðbrögð sótt­varna­lækn­is við COVID-19

Í upp­hafi þessa árs bár­ust upp­lýs­ing­ar frá WHO þess efn­is að vart hefði orðið við hóp­sýk­ingu al­var­legr­ar lungna­bólgu í Wu­h­an-borg í Suður-Kína en staðfest smit milli manna ekki verið staðfest. Sótt­varna­lækn­ir til­kynnti um­dæm­is­lækn­um sótt­varna og smit­sjúk­dóma­lækn­um um þetta með ósk um að fylgj­ast með ein­kenn­um hjá ferðamönn­um sem kæmu frá þessu svæði. Hóp­sýk­ing þessi reynd­ist vera upp­haf að heims­far­aldri af nýrri gerð kór­ónu­veiru og geng­ur nú und­ir nafn­inu COVID-19.

Í lok janú­ar síðastliðins lýsti Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) því yfir að sjúk­dóm­ur­inn væri alþjóðleg ógn við lýðheilsu. Sam­kvæmt Alþjóðaheil­brigðis­reglu­gerðinni (IHR) ber öll­um þjóðum heims skylda til að fylgja til­mæl­um WHO og búa sig und­ir að tak­ast á við vand­ann. Í 2. gr. reglu­gerðar­inn­ar er kveðið á um mark­mið og gild­is­svið henn­ar. Þau eru að koma í veg fyr­ir út­breiðslu sjúk­dóma milli landa, veita vernd gegn slíkri út­breiðslu, halda henni í skefj­um og gera viðbragðsáætlan­ir sem miðast og tak­mark­ast við hætt­ur fyr­ir lýðheilsu en koma jafn­framt í veg fyr­ir ónauðsyn­lega rösk­un á um­ferð og viðskipt­um milli landa. Þessi ákvæði voru ekki til­efn­is­laus. IHR á sér langa og merki­lega sögu sem rekja má til 19. ald­ar. Eldri út­gáf­ur reglu­gerðar­inn­ar voru um margt gallaðar og ákvæði henn­ar um sótt­kví oft mis­notuð til tækni­legra viðskipta­hindr­ana, mis­beit­ing­ar á ferðaf­relsi, kynþáttam­is­mun­un­ar og efna­hags­legr­ar mis­mun­un­ar án þess að sýnt væri fram á að komið væri í veg fyr­ir smit. Þetta er afar mik­il­vægt að hafa í huga.

Ráðlegg­ing­ar sótt­varna­lækn­is vegna COVID-19

Í sam­ræmi við þessa þróun var ráðherra gert viðvart og viðbragðsáætl­un sótt­varna­lækn­is og al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra vegna heims­far­ald­urs virkjuð. Viðbragðsáætl­un­in nær til alla þátta sam­fé­lags­ins og öll­um bent á að búa sig und­ir álag á heil­brigðis­kerfið, rekst­ur stofn­ana og fyr­ir­tækja, fjár­mál og fé­lags­lega stöðu þegn­anna. Öllum ráðum og til­mæl­um sótt­varna­lækn­is og embætt­is lan­dækn­is er haldið til haga á vefsíðu embætt­is­ins.

 Megin­á­hersl­ur

Aðgerðir hingað til hafa miðast við draga sem mest úr úr­breiðslu far­sótt­ar­inn­ar hér á landi og hægja á far­aldr­in­um með það fyr­ir aug­um að heil­brigðis­kerfið geti sinnt sjúk­um á hverj­um tíma. Útbreiðsla COVID-19 er tal­in lúta út­breiðslu­töl­unni Ro=2,5 sem merk­ir að hver smit­andi ein­stak­ling­ur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð. Ef Ro er 1 verður eng­in út­breiðsla á far­aldr­in­um. Ef Ro er <1 fjar­ar far­ald­ur­inn út. Aðgerðir sem miðast við að finna ann­ars veg­ar smitaða ein­stak­linga og ein­angra þá og hins veg­ar að setja þá sem hafa verið í nán­um tengsl­um við smitaða en eru ein­kenna­laus­ir í sótt­kví eru til þess falln­ar að draga úr smitlík­um og lækka þar með Ro. Fé­lags­leg­ar aðgerðir sem miða að því að halda fólki frá hvert öðru (social dist­anc­ing) miða einnig að því að lækka Ro.

Sam­bandið á milli út­breiðslu­töl­unn­ar Ro og hjarðónæm­is (H) er at­hygl­is­vert (H=1-1/​Ro). Ef út­breiðslutal­an er 2,5 þarf 60% þjóðar­inn­ar að verða með ónæmi (mót­efni) til að far­ald­ur­inn stöðvist. Tak­ist að lækka Ro dreg­ur um­tals­vert úr hlut­falli þeirra sem þurfa að hafa ónæmi í sam­fé­lag­inu til að far­ald­ur­inn stöðvist.

Aðgerðir hér á landi hafa hingað til ekki beinst að því að banna ferðalög til og frá land­inu. Þær hafa fyrst og fremst beinst að Íslend­ing­um sem koma frá skil­greind­um áhættu­svæðum en nú ná þær til allra sem koma er­lend­is frá. Er­lend­ir ferðamenn hafa enn sem komið er ekki þurft að fara í sótt­kví, nema sér­stak­ar aðstæður séu fyr­ir hendi, enda staldra þeir stutt við og hafa jafn­an ekki náin sam­skipti við lands­menn. Upp­lýs­ing­ar frá far­aldr­in­um í Kína benda ein­dregið til að út­breiðsla verði fyrst og fremst við náin sam­skipti eins og t.d. í fjöl­skyld­um.

Fræðsla um COVID-19 til al­menn­ings hef­ur verið stór­auk­in og hef­ur al­menn­ing­ur tekið fyr­ir­mæl­um vel og af skiln­ingi. Sér­stakt átak hef­ur verið gert til að hlífa öldruðum og öðrum sem eru viðkvæm­ir fyr­ir smiti. Sett hef­ur verið á sam­komu­bann í sam­fé­lag­inu til að draga úr smitlík­um. Þá er lögð áhersla á að búa heil­brigðis­kerfið und­ir að sinna sjúk­ling­um eins vel og mögu­legt er í þess­um aðsteðjandi vanda. Ljóst er að áhrif far­ald­urs­ins og aðgerða sem verið er að grípa til hafa mik­il áhrif á dag­legt líf en til þessi að mark­miðið ná­ist þarf sam­stillt átak allra.

Þegar ár­ang­ur of­an­greindra aðgerða er met­inn þrem­ur vik­um eft­ir upp­haf far­ald­urs­ins hér á landi þá kem­ur í ljós að hlut­falls­leg aukn­ing sjúk­dóms­ins hér á landi á hverj­um degi er ein sú minnsta í Evr­ópu. Einnig er vert að benda á að um helm­ing­ur allra nýrra smita sem hér grein­ast eru hjá ein­stak­ling­um sem verið hafa í sótt­kví. Þetta sýn­ir að komið hef­ur verið í veg fyr­ir fjölda nýrra smita og að aðgerðir hér hafi skilað um­tals­verðum ár­angri.

Stöðug upp­lýs­inga­gjöf þar sem all­ar staðreynd­ir eru uppi á borðum og öll gögn aðgengi­leg al­menn­ingi er grunn­ur að því trausti á aðgerðum sem þarf til að þær verði ár­ang­urs­rík­ar. Reiknilík­an sem notað er til að meta þróun COVID-far­ald­urs­ins er opið öll­um á slóðinni www.covid.hi.is,“ seg­ir í grein eft­ir Þórólf Guðna­son, Ölmu D. Möller, Víði Reyn­is­son og Har­ald Briem í Morg­un­blaðinu í dag.

Haraldur Briem er fyrrverandi sóttvarnarlæknir.
Har­ald­ur Briem er fyrr­ver­andi sótt­varn­ar­lækn­ir. mbl.is/​Krist­inn
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert