Óttast smit á leikskólum

Tveir leikskólastjórnendur á höfuðborgarsvæðinu sem Morgunblaðið ræddi við óttast smit með aukinni mætingu. Þeir segja bréf sem sóttvarnalæknir og landlæknir sendu skólastjórnendum, kennurum og foreldrum þriðjudaginn 24. mars sl. ekki samrýmast fyrri leiðbeiningum.

„Við höfðum áður fengið þær upp­lýs­ing­ar frá okk­ar yf­ir­mönn­um að reyna að tak­marka barna­hóp­inn í hús­inu eins og kost­ur er,“ seg­ir Val­borg Guðlaugs­dótt­ir, leik­skóla­stjóri í leik­skól­an­um Lang­holti í Reykja­vík. „Hjá okk­ur er nú helm­ing­ur barna skráður í leik­skól­ann á hverj­um degi. Svo kem­ur það upp að við erum beðin um að taka á móti for­gangs­beiðnum, sem við og ger­um. Við tök­um þá strax ákvörðun um að opna sér for­gangs­deild­ir og erum í dag með þrjár deild­ir af níu fyr­ir for­gangs­börn.“

Val­borg seg­ir starfs­fólk leik­skól­ans sl. vik­ur hafa hvatt þá for­eldra sem ekki þurfa nauðsyn­lega á leik­skólaþjón­ustu að halda að hafa börn sín heima. Eru það t.a.m. for­eldr­ar sem vinna heima eða eiga af öðrum ástæðum auðvelt með að hafa börn­in á heim­il­inu. Á móti auðveld­ar þetta þeim for­eldr­um sem verða að hafa börn sín á leik­skóla aðgengi að skól­an­um.

„Ég hef í þessu ástandi sem nú er uppi lagt of­urá­herslu á að fá sem fæsta full­orðna inn á leik­skól­ann. Því færri sem hingað koma þeim mun minni lík­ur eru á að smit ber­ist inn í leik­skól­ann. Um­rætt bréf snýst að stór­um hluta um það að börn séu ólík­legri til að smita, en við höf­um eng­ar áhyggj­ur af börn­un­um. Við sinn­um þeim eins og alltaf. Við vilj­um aft­ur á móti fá sem fæsta full­orðna hingað inn,“ seg­ir Val­borg.

Sig­ríður Krist­ín Jóns­dótt­ir er leik­skóla­stjóri í leik­skól­an­um Selja­koti í Reykja­vík. Hún seg­ir marga for­eldra hafa tekið þá ákvörðun að halda börn­um sín­um heima, einkum ef yngri börn eru einnig á heim­il­inu. Þá segist hún vita til þess að ólga sé hjá leik­skóla­stjór­um og stjórn­end­um grunn­skóla vegna bréfs­ins.

Nánar má lesa um þetta mál á mbl.is hér:

Nánar má lesa um þetta mál hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert