Streymi aftur heim eða óhreinsað í sjó

Dælustöð við Faxaskjól í Reykjavík.
Dælustöð við Faxaskjól í Reykjavík. mbl.is/Golli

Gríðarlegt magn af blaut­klút­um í frá­veitu­kerfi gerði hreins­istöð við Klettag­arða í Reykja­vík óstarf­hæfa, en ruslið barst þangað eft­ir að hafa verið hent í sal­erni.

Ólöf Snæhólm Bald­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Veitna, seg­ir Ísland ekki vera eina landið sem glím­ir við þenn­an vanda. Víða um heim eru hreins­istöðvar að fyll­ast af sótt­hreinsi­klút­um vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

„Fólk virðist mjög mikið vera að nota sótt­hreinsi­klúta, enda hef­ur fólki í sótt­kví verið bent á að sótt­hreinsa til að mynda baðher­bergi ef það er veikt eða deil­ir heim­ili með ein­hverj­um sem er veik­ur. Marg­ir virðast svo henda þess­um klút­um beint í kló­settið,“ seg­ir hún í Morg­un­blaðinu í dag og bæt­ir við að fólk verði þegar í stað að láta af þess­ari hegðun sinni. Ger­ist það ekki muni hreins­istöðvar stífl­ast á nýj­an leik með þeim af­leiðing­um að óhreinsað skólp flæði í sjó­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka