Þrír í öndunarvél

Þrír eru í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu Land­spít­al­ans vegna kór­ónu­veiru­sýk­ing­ar. Þetta staðfest­ir Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma á Land­spít­al­an­um, í sam­tali við Vísi.

Greint var frá því í gær að tveir væru á gjör­gæslu en einn í önd­un­ar­vél, en alls eru 15 inniliggj­andi á Land­spít­al­an­um með COVID-19.

Alls hafa 737 kór­ónu­veiru­smit verið staðfest, en von er á nýj­um töl­um klukk­an eitt eft­ir há­degi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert