Lögreglan stöðvaði för bifreiðar í miðborginni á fjórða tímanum í nótt og kom í ljós að ökumaðurinn var aðeins 16 ára og hefur því aldrei öðlast ökuréttindi.
Tveir farþegar voru í bifreiðinni og voru þeir einnig 16 ára. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar.
Ekið var á hlaupandi vegfarenda við Víkurveg í Grafarvogi upp úr klukkan 21 í gærkvöldi. Hlauparinn kom sér sjálfur á læknavaktina en hann var með verki í olnboga en óbrotinn. Að sögn ökumannsins sá hann ekki manninn fyrr en við óhappið.
Lögreglan stöðvaði för ökumanns sem var undir áhrifum fíkniefna í Árbænum í nótt að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.