Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri verður gestur fundarins í dag og mun hún ræða þær áskoranir sem blasa við lögreglunni í ljósi kórónuveirunnar.